fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Sumarbústaðaferð
Ég er að fara í sumarbústað yfir helgina og er spenntur mjög. Þetta verður kjörið tækifæri til að hlaða batteríin með því að slaka á í pottinum og njóta blíðunnar sem á að vera um helgina.
Ég hef alltaf notið þess vel að fara í svona helgardvöl í sumarbústað að vetri til...aðeins að komast í snertingu við náttúruna og slappa af. Það er sérstök þörf fyrir það í þessu starfi þar sem maður er einhvern veginn alltaf nálægt vinnunni alla daga. Þetta verður mikil hamingja.
Ég sé samt eiginlega mest eftir því að hafa ekki farið strax í dag. Við fjölskyldan munum fara með vinafólki okkar, Guðlaugu og Júlla, sem á sex ára strák, og konurnar fara með börnin í dag. Ég var að hugsa um að fara með þeim en ákvað svo vegna stöðu blaðsins að fresta því um einn dag og fara með Júlla á morgun þegar hann er búinn að vinna. Hefði alveg verið til í að taka aukadag, en það bíður bara þangað til í sumar, þegar margir frídagar verða teknir!!
0 comments
Ég er að fara í sumarbústað yfir helgina og er spenntur mjög. Þetta verður kjörið tækifæri til að hlaða batteríin með því að slaka á í pottinum og njóta blíðunnar sem á að vera um helgina.
Ég hef alltaf notið þess vel að fara í svona helgardvöl í sumarbústað að vetri til...aðeins að komast í snertingu við náttúruna og slappa af. Það er sérstök þörf fyrir það í þessu starfi þar sem maður er einhvern veginn alltaf nálægt vinnunni alla daga. Þetta verður mikil hamingja.
Ég sé samt eiginlega mest eftir því að hafa ekki farið strax í dag. Við fjölskyldan munum fara með vinafólki okkar, Guðlaugu og Júlla, sem á sex ára strák, og konurnar fara með börnin í dag. Ég var að hugsa um að fara með þeim en ákvað svo vegna stöðu blaðsins að fresta því um einn dag og fara með Júlla á morgun þegar hann er búinn að vinna. Hefði alveg verið til í að taka aukadag, en það bíður bara þangað til í sumar, þegar margir frídagar verða teknir!!
mánudagur, febrúar 23, 2004
Er þetta gott eða slæmt?
Þetta var kannski ekki alveg bókin sem ég vildi vera...sheese.
0 comments
You're Anne of Green Gables!
by L.M. Montgomery
Bright, chipper, vivid, but with the emotional fortitude of cottage
cheese, you make quite an impression on everyone you meet. You're impulsive, rash,
honest, and probably don't have a great relationship with your parents. People hurt
your feelings constantly, but your brazen honestly doesn't exactly treat others with
kid gloves. Ultimately, though, you win the hearts and minds of everyone that matters.
You spell your name with an E and you want everyone to know about it.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
Þetta var kannski ekki alveg bókin sem ég vildi vera...sheese.