<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 05, 2006

Tölvur og bíll

Tölvuvæðingunni er í flestum tilvikum ætlað að gera lífið einfaldara og þægilegra. En það er greinilega ekki þannig þegar bílar eru annars vegar. Að því hef ég nú komist síðustu daga þegar ég ætlaði að ganga í erindi sem ég hélt að væri einfalt - að fá aukalykil að bílnum sem ég var að kaupa fyrir mánuði.

Upphaflega átti að ganga í þetta mál um leið og bíllinn fór á verkstæði í kjölfar söluskoðunar. Þeir sem um viðgerðina sáu báðu mig hins vegar um að bíða með það þar sem vantaði einhvern tölvuörgjörva. Það tæki tæplega viku.

Til að hafa vaðið fyrir neðan mig hringdi ég tveimur vikum síðar og var þá tjáð að mín biðu tveir lyklar. Frábært, hugsaði ég, þá er málið að leysast. En annað kom í ljós. Þegar ég var búinn að fá bíllyklana í hendur var ég beðinn um að bíða aðeins því að það þyrfti að forrita lyklana inn í aksturstölvu bílsins. Það gekk hins vegar ekki upp á ég því tíma fyrir bílinn í næstu viku þar sem á að forrita aksturstölvuna sjálfa svo að hún geti tekið við aukalyklunum!! Þetta ferli, sem ég hélt að væri frekar einfalt, stefnir því í að taka um það bil mánuð.

Að gamni ákvað ég þó að prófa að nota aukalykilinn sem eftir var að forrita. Hann gekk að svissinum og það kom starthljóð - en hann fór ekki í gang. Ég get semsagt huggað mig við það að þó að þetta taki langan tíma ætti í það minnsta að vera mjög erfitt að stela bílnum með öðrum lykli!!

***

Rósa vann þriggja mánaða áskrift af tónlist.is á Plúsnum. Þetta er í fyrsta sinn sem hún vinnur eitthvað þar, og meira að segja prýðisvinningur. Ég hef verið iðinn við að hlusta á plötuna Hvers vegna varst' ekki kyrr með Pálma Gunnarssyni. Gallinn er hins vegar að maður getur aðeins hlustað á efni þaðan meðan áskriftin gildir, nema þá að maður kaupi lögin sérstaklega. Hægt að kaupa 20 lög á 1.500 kalla. Á enn eftir að bræða það með mér hvort ég tími því.

Hins vegar var ég að skrá mig á Núið og þar flæða yfir mig vinningarnir. Allir hafa þeir falið í sér tvo fyrir einn á veitingastaði sem ég hef sjaldan eða aldrei komið á og veit ekkert hvernig eru. Þetta eru meðal annars Galileo, Red Chilli og Mekong. Er ekki viss um að ég eigi eftir að leysa neinn þessara vinninga út, nema að einhver segi mér hversu frábærir veitingastaðir þetta eru.

6 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?