<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 26, 2003

Skemmtileg ráðstefna

Í gær skrapp ég á ráðstefnu sem Blaðamannafélagið stóð fyrir í Salnum í Kópavogi. Umfjöllunarefnið var samspil efnis og auglýsinga en mikið var þar rætt um að þegar verið sé að hygla ákveðnum fyrirtæki eða auglýsendum í fréttaflutningi í þeirri von að græða tekjurnar þá getur það stefnt trúverðugleika blaðsins í hættu. Þetta er auðvitað hárrétt en því miður hef ég ansi oft þurft að brjóta þessa reglu þó að það sé mér þvert um geð.

Þetta byrjaði reyndar hjá DV en aukablöð sem ég vann fyrir þá, t.d. um tölvur, byggðust aðallega á því að taka viðtöl við fyrirtæki sem voru að auglýsa í blaðinu. Það er síðan líka til í dæminu að þegar fyrirtæki auglýsa t.d. í blaðinu mínu, Víkurfréttum, ætlast til þess á móti að fá greiðari aðgang að fréttum hjá okkur þegar eitthvað er að gerast hjá þeim. Þetta er reyndar alls ekki algilt. Þetta er auðvitað kolröng hugsun því að þegar eitthvað fyrirtæki í Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi er að gera eitthvað merkilegt eða ná einhverjum fréttnæmum árangri á það skilið umfjöllun hvort sem það auglýsir í blaðinu mínu eða ekki.

En það er allaveg óhætt að segja að þessi ráðstefna og það sem kom þar fram í henni hafi vakið mann töluvert til umhugsunar. Mér fannst reyndar Karl Th. Birgisson ganga of langt í tali sínu um boðsferðir þar sem hann nánast gekk út frá því að blaðamenn hefðu frekar eigin hagsmuni, eða þeirra sem bjóða í boðsferðir, í stað hagsmuna lesenda og eigin sjálfvirðingu sem blaðamanns. Menn hafa auðvitað rænu á því að greina hlutlaust frá viðburðum þó að þeir séu í boðsferð...annars eru menn ekki að sinna starfi sínu sem blaðamenn.

Alltaf gott að fá eitthvað til að hugsa um...þá staðnar maður allavega ekki í starfinu.

0 comments

miðvikudagur, september 24, 2003

Kvefpest

Ég er ekki alveg í mínu besta formi í dag en líður þó betur núna en í gærkvöldi, þegar ég var alvarlega farinn að skipuleggja hvernig ég ætti að fjarstýra verkefnum dagsins í dag. Ágætur nætursvefn hefur þó sennilega gert það að verkum að ég er hressari í dag, þrátt fyrir að ég sé með hálfsbólgu og kvef og það sem gengur upp úr mér sé í fallegum ljósgrænum lit.

En ég tel sjálfan mig vinnufæran núna, enda í þannig starfi að ef ég verð veikur fer allt til andskotans því að enginn annars skrifar blaðið.

Bikarleikurinn

Það er heldur betur að myndast stemning fyrir bikarúrslitaleiknum á laugardaginn og auðvitað geri ég mitt til að kynda hana upp í blaðinu sem kemur út á morgun (ónefndur Haukamaður í fótboltanum hefur að vísu kallað blaðið mitt sorprit sem birtir bara fréttir af FH, nokkuð sem tengdafaðir minn hefur örugglega gaman af að sé sagt um blaðið mitt þar sem hann var formaður handknattleiksdeildar Hauka í mörg ár og tengdafjölskyldan í heild sinni er öll í Haukum). Það væri frábært fyrir bæjarfélagið ef bikarinn myndi vinnast og ég hef einhverja einkennilega góða tilfinningu fyrir þessum leik. Kannski er það óskhyggja svo að ég fái gott efni í blaðið...en það verður örugglega gert vel úr þessum leik ef hann fer vel.

Leiðinlegasta útvarpsauglýsingin...

...er:

Ég skal gefa þér brauðkörfu
frá kökuhorninu Bæjarlind
Ef þú hlustar, ef þú bara hlustar
ef þú hlustar á Létt!

Það að Víkurfréttir unnu þessa körfu fyrir stuttu síðan hefur sennilega komið í veg fyrir að ég hafi grýtt útvarpinu út í vegg þegar þessi auglýsing var spiluð núna rétt áðan. Sumar eru bara ósegjanlega pirrandi, sérstaklega þegar þær eru ofspilaðar.

0 comments

mánudagur, september 22, 2003

Bo er snillingur

Það er stundum gaman að geta sameinað vinnu og skemmtanir. Á laugardagskvöldið urðum við Rósa óvænt barnlaus þegar mamma vildi endilega fá Líf til að gista hjá sér, og Líf hafði ekkert á móti því frekar en venjulega. Við fórum því heim til vinafólks okkar og sátum þar að nettu sumbli ásamt öðrum vinahjónum...semsagt sex pör á frekar nettu sumbli. Ég hafði það hins vegar alltaf bak við eyrað að ég þyrfti að taka myndir af þessu Brimkló-balli. Ég fékk því far þangað.

Það er skemmst frá því að segja að stemningin á þessu balli var frábær meðan ég var þarna. Dansgólfið yfirfullt og allir í svaka stuði eins og menn munu geta séð í næsta blaði Hafnarfjarðarútgáfu Víkurfrétta. Það spillti svo ekki fyrir að þegar ég sagði dyraverðinum hver ég væri til að ég gæti komist inn lyftist hann allur upp og talaði um hvað blaðið væri frábært. Maður var semsagt bara eitt bros þetta kvöld :) Og ekki spillti það fyrir að hafa náð góðri mynd af Bo...sem var óendanlega svalur eins og venjulega. Vona bara að hún sé í fókus...ég er ekki ennþá búinn að athuga það.

Fótbolti

Ég stóð frammi fyrir erfiðu vali á laugardaginn...að fara í Kaplakrika að sjá FH-KR eða fara á Players að horfa á Liverpool-Leicester í beinni. Þar sem ég bjóst við að það yrði engin gríðarleg dramatík í Krikanum valdi ég Liverpool frekar. Eftir á að hyggja sé ég bæði eftir því og er feginn. ég sá vissulega ágætis leik þar sem Liverpool vann 2-1 þó að mínir menn hafi ekki verið jafn sannfærandi og í síðustu tveimur leikjum. Og það var vissulega gott að sleppa við að horfa á sína menn tapa 7-0...ekki hvað síst þegar maður sá í sjónvarpinu hvað menn voru skelfilegir. En hugsanlega hefði ég getað náð góðu myndefni í staðinn....en það verður bætt upp með góðu preview-i fyrir bikarúrslitaleikinn, sem ég vona að koma í Hafnarfjörðinn.

Í gær var svo auðvitað fótbolti á Seltjarnarnesi þar sem var vel tekið á. Það er fátt sem maður fær meira út úr en að þruma boltanum upp í samskeytin í fótbolta og mér tókst það einu sinni í gær. Ekki leiðinlegt!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?